Grænfánaverkefni

Í gær unnu allir nemendur skólans saman hópverkefni í flokkun. Hver hópur fékk poka fullan af alls konar rusli sem þau áttu að flokka og merkja svo hvern flokk. Þetta gekk mjög vel og gaman að sjá hvað þau eru meðvituð um rétta flokkun á rusli. Hverju heimili var svo gefinn kassi undir notuð batterí í lokin.