Reykjahlíðarskóli leggur áherslu á að nemendur og starfsfólk beri virðingu fyrir umhverfinu og leggi sitt að mörkum til að vernda það og náttúruna. Til að framfylgja því tekur skólinn þátt í verkefninu Skóli á grænni grein, sem er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. 
Markmið verkefnisins er að:
• bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
• efla samfélagskennd innan skólans.
• auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. 
• styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða         nemendur.
• veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
•  efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
• tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning. 

Heilsueflandi grunnskóli:
•    stuðlar að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans
•    bætir námsárangur nemenda
•    örvar til þátttöku og ábyrgðar með virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og mannréttindum
•    sér til þess að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum og starfsfólki skólans
•    eflir nemendur í námi og félagslífi og til að vera virkir þátttakendur í hvoru tveggja
•    tengir saman heilbrigðis- og menntunarmál
•    tekur á heilsu og vellíðan alls starfsfólks skólans
•    vinnur með foreldrum og sveitarstjórn
•    fléttar heilsu og velferð saman við daglegt skólastarf, námskrá og árangursmat
•    setur sér raunhæf markmið sem byggjast á nákvæmum upplýsingum og traustum vísindalegum gögnum
•    leitast við að gera betur með því að fylgjast sífellt með, meta stöðuna og endurmeta aðgerðaáætlanir.

 

Stýrihópur veturinn 2021-2022

Fulltrúar skólans:
Arnheiður Rán Almarsdóttir
Auður Jónsdóttir
Bernadetta Kozaczek
Hulda María Þorláksdóttir
Jóhanna Jóhannesdóttir

Fulltrúar nemenda: 
1. – 3. bekkur Eldey og Heiðrún
4. – 6. bekkur Amelía og Heimir
7. – 10. bekkur Þórarinn, Sara og Júlía

Fulltrúar foreldra:
Soffía Kristín Björnsdóttir
Valerija Kiskurno

 

Heilsustefna

Skýrslur

Skýrsla 2021-2022