Heimsókn frá fjölmenningarfulltrúa

Sigrún fjölmenningarfulltrúi kom í heimsókn í skólann í dag og ræddi við nemendur um mismunandi menningu, virðingu og fjölmenningu hér í sveitarfélaginu okkar, Skútustaðahreppi. Flestir voru mjög áhugasamir og hafði hún vart undan að svara spurningum. Stefnt er að því að halda fjölmenningarhátíð síðar í vor þar sem nemendur skólans spila stórt hlutverk. Meira um það síðar.