Íþróttapartý

Miðvikudaginn 2. febrúar hófst Lífshlaupið, hvatningarverkefni ÍSÍ um aukna hreyfingu meðal allra landsmanna. Við höfum tekið þátt undanfarin ár og engin breyting á því núna. Við byrjuðum Lífshlaupið með 80 mín íþróttapartýi í íþróttasalnum fyrir alla nemendur og starfsfólk. Nemendur sem eiga sæti í grænfána og heilsueflandinefnd skólans sáum um að skipuleggja leikina. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna vel gleðina sem ríkti í þessu partýi.