Kveikt á jólatrénu við skólann mánudaginn 29. nóv

Mánudaginn 29. nóvember verður kveikt á jólatrénu við skólann. Nemendur og starfsfólk leikskóla og grunnskóla syngja og dansa í kringum tréð og eftir það verður heitt kakó og smákökur í skólanum. 

Að þessu sinni getum við ekki boðið neinum gestum vegna fjöldatakmarkana.