Mývóleikarnir

Á miðvikudaginn í síðustu viku, 5. okt, sem var alþjóðlegi forvarnardagurinn, vorum við með Mývóleikana fyrir alla nemendur í síðustu þremur tímum dagsins. Nemendur var skipt í 6 lið sem hvert um sig þreytti 18 mismunandi þrautir eða verkefni í íþróttahúsinu. Meðal þrauta voru að skræla epli, týna upp pastaskrúfur með tánum, merkja inn staði á Íslandskort og raða starfsfólki skólans í aldursröð. Við enduðum svo á því að koma saman í sal skólans þar sem nemendur og starfsmenn unnu að afmælisdagatali allra sem hengja á upp í sal skólans.