Ólympíuhlaup ÍSÍ

Mánudaginn 19. september táku nemendur skólans og elstu nemendur leikskólans þátt í hinu árlega Ólympíuhlaupi ÍSÍ í góða haustveðrinu. Hlaupið gekk mjög vel og stóðu allir nemendur sig mjög vel en í  heildina hlupu þau um 135 km. Hlaupið var upp gamla veginn að hesthúsunum, þar snéru nemendur við sem hlupu 2,5 km og þeir sem hlupu 5 km hlupu áfram að gömlu ruslahaugunum og snéru við þar og hlupu sömu leið tilbaka.