Ólympíuhlaupið, gjafabréf frá Altis

Í september tókum við þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Okkar nemendur hlupu samtals 132,5 km sem er mjög vel gert. Með því að taka þátt í hlaupinu fyrir 10. október fórum við í pott sem þrír skólar eru svo dregnir úr og hljóta í verðlaun 100.000 gjafabréf frá Altis. Að þessu sinni vorum við einn af þessum þremur skólum og eigum við því 100.000 gjafabréf hjá Altis en Altis er heildsala sem selur íþróttabúnað eins og bolta, keilur, mörk, körfuboltakörfur o.s.frv. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og finna út hvað við getum notað þennan pening í sem nýtist okkur sem best í skólanum.