Rýmingaræfing og sameiginleg verkefnavinna allra nemenda

Í dag kom Lárus aðstoðarslökkvistjóri og hélt rýmingaræfingu í skólanum. Allir nemendur og starfsfólk skólans fóru út um glugga á kennslustofum og út á sparkvöll. Æfingin gekk mjög vel og tók það okkur 3 mínútur að rýma skólann.

Í dag var líka sameiginleg verkefnavinna í grænfána og heilsueflandi. Fyrir tveimur vikum voru allar matarleyfar vigtaðar og í dag unnu nemendur verkefni tengt því. Nemendum var skipt í 6 hópa og hver hópur fékk 1 hráefni, t.d hrísgrjón, og átti að vigta jafn mikið af þeim og við hentum þessa viku sem vigtað var. Því næst áttu þau að vigta þá þyngd í ávöxtum og lokum að reikna út hve mikið við hendum á einu skólaári miðað við það sem við hentum þessa einu viku. Þetta var skemmtileg vinna sem gekk mjög vel.