Samverustund 7. des 2022

Í vetur höfum við haft þann háttinn á að byrja miðvikudaga á samveru. Stefán dregur fram gítarinn og við syngjum saman fyrri helming tímans og seinni helming tímans hafa nemendur eða starfsfólk tækifæri á að koma með tilkynningar, segja frá skemmtilegu verkefni sem þau eru að vinna að eða jafnvel segja brandara. Síðustu vikur höfum við verið að syngja saman jólalög. Í dag fór allur skólinn í limbó keppni og var Eldey krýnd limbó meistari annarinnar! Til hamingju með það Eldey. Það var mikið fjör og mikil gleði í morgun eins og sjá má á á myndum.