Skíðaferð í Hlíðarfjall

Í gær fóru allir nemendur í 1. – 7. bekk saman í skíðaferð í Hlíðarfjall. Nemendur í 8. – 10. bekk fara í sína skíðaferð eftir páska með Þingeyjarskóla. Lagt var af stað með rútu frá skólanum um morguninn og komið í Hlíðarfjall rúmlega 10. Þá fóru nemendur strax að skíða og voru að til um kl.15 með stuttum matarpásum. Allir skemmtu sér hið besta og stóðu sig mjög vel.