Skólinn nýtur sérfræðiþjónustu frá Skólaþjónustu Norðurþings. Markmið þjónustunnar er að veita markvissa og heildtæka þjónustu á þverfaglegum grunni til að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Sérfræðingar skólaþjónustunnar veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu við skólann. Í ráðgjöf og þjónustu felast sálfræðilegar athuganir og ráðgjöf, ráðgjöf vegna sérkennslu, kennslu- og leikskólaráðgjöf, unglinga- og félagsráðgjöf.

Ráðgjöf, hvort sem um er að ræða ráðgjöf vegna einstaklingsmála eða samstarfsverkefni á sviði skólaþróunar, er veitt samkvæmt tilvísunum eða beiðnum. Skólaþjónustan leggur skimanir fyrir nemendur, vinnur úr þeim og leiðbeinir kennurum og foreldrum með það sem betur má fara.