Umfjöllun í Landanum

Fyrr í vetur kom Landinn í heimsókn í skólann okkar og fékk að fylgjast með okkur á gönguskíðum en eins og hefur áður komið fram þá fékk færði íþrótta og ungmennafélagið Mývetningur leik- og grunnskólanum gönguskíði til afnota. Skíðin hafa verið gríðarlega vel nýtt og mikið fjallað um framtakið.
Ég hvet ykkur sem misstuð af þættinum að horfa á þáttinn hér

Margir hverjir höfðu aldrei farið á gönguskíði fyrr en skíðin komu í skólann og voru mis spenntir fyrir framtakinu en það hefur heldur betur breyst og nú keppast nemendur við að nýta sér skíðin þegar veður leyfir. Við viljum ýta undir hreysti og heilsu nemenda auk þess að þau þekki sitt nánasta umhverfi og geti notið þess á mismunandi hátt hvort sem það er fótgangandi, á gönguskíðum, hjóli eða með öðrum hætti. Við erum virkilega þakklát Mývetningi og frábært að eiga í svo góðu og öflugu samstarfi við íþróttafélagið og eiga möguleika á að flétta saman skólastarf og frístundir.