Unicef hreyfingin

Í dag héldum við Unicef hreyfinguna okkar úti í góða veðrinu. Nemendur tóku þátt í 10 mismunandi þrautum og stóðu sig öll mjög vel, suma þurftum við meira að segja að stoppa! Frábært hjá öllum. Fyrir þrautirnar eru nemendur búnir að safna áheitum og mun peningurinn sem þau safna fara beint til Unicef. Verður gaman að heyra í hvað peningurinn verður notaður sem þau safna.