Miðvikudaginn 11. maí voru heilsueflandi og grænfána nefndin búin að skipuleggja útveru með öllum nemendum skólans og eldri krökkum leikskólans. Eftir hádegismat fóru allir saman út og var skipt upp í hópa þvert á aldur. Hver hópur þurfti að leysa tíu mismunandi þrautir og reyndu sumar þeirra á að eldri nemendur aðstoðuðu þá yngri.
Þrautirnar voru:
- Húlla
- Sippa
- Hitta í körfu
- Hoppa parís
- Klifra yfir í klifurgrindinni
- Fara þrautabrautina í kringum rólurnar
- Allir renna sér þrisvar sinnum í rennibrautinni
- Kríta mynd af hópnum
- Syngja lag og hoppa á meðan
- Mynda ákveðin dýr, saman eða hvert og eitt
Þegar allir höfðu klárað þrautirnar fórum við á sparkvöllinn og fengum dýrindis muffins og svala og nutum þess í blíðunni.
Við þökkum leikskólakrökkunum kærlega fyrir komuna.