Lausar eru nokkrar stöður við Reykjahlíðarskóla Í Mývatnssveit frá 1. Ágúst 2023.
Umsjónarkennari á yngsta stigi 100% – afleysing til 1. árs
Íþróttakennari leik-og grunnskólans 50-60% – afleysing til 1. árs
Upplýsinga og tæknimennt 30-40 % – afleysing til 1. árs
Við leitum af starfsfólki sem
- Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
- Hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum
- Er lausnamiðað og vill taka þátt i samstarfi og teymisvinnu
Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskipum, stundvísi, hreint sakarvottorð og hafa náð þrepi C1 í íslensku.
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu sendast á netfangið anna@reykjahlidarskoli.is
Með umsókn skal fylgja greinagóð ferilskrá, kynningarbréf og meðmælendur.
Húsnæði stendur til boða.
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir, anna@reykjahlidarskoli.is og í síma 464-4375. Nánari upplýsingar um skólann er hægt að finna á https://reykjahlidarskoli.is/