Vortónleikar Tónlistardeildar Reykjahlíðarskóla

Vortónleikar Tónlistardeildar Reykjahlíðarskóla verða haldnir fimmtudaginn 11. Maí og hefjast klukkan 17:00 í sal skólans.
Þar munu nemendur tónlistardeildar flytja brot af því sem þau hafa lagt stund á í vetur.
Sérstakir gestir verða þeir Jón Hilmar og Birgir Þórisson, en þeir hafa séð um fjarkennslu frá áramótum.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Hlökkum til að sjá ykkur

 

Fyrir hönd tónlistardeildar: Stefán JAK