Bókasafn

Bókasafn

 

Í Reykjahlíðarskóla er lítið bókasafn. Þar eru til ýmsar fræðibækur og uppflettirit sem að öllu jöfnu eru ekki lánuð út úr skólanum. Einnig er til nokkurt magn skáldsagna og tímarita sem nemendur geta fengið lánað að vild. Samstarf er við Bókasafn Mývatnssveitar um lán á bókum.

Opnunartími bókasafns er á kennslutíma og sjá kennarar um að fara með nemendur á safnið.

Bókasafn Mývatnssveitar er opið á mánudögum frá kl: 15:00 – 19:00.