Fatnaður

Lögð er áhersla á að börnin séu vel klædd í leikskólanum og mikilvægt að vera í fötum sem gott er að hreyfa sig í. Eins þarf að huga að því að ýmislegt getur farið í fötin þó svo hlífðarfatnaður sé til staðar. T.d. málning, tússlitir og þess háttar. Í fatahólfum eru plastakssar fyrir aukaföt. Gott er að hafa tvennt af öllu í kassanum og yfirfara hann reglulega. Mælt er með þvi að yfirfara um áramót og fyrir sumarlokun þar sem barnið vex en brókin ekki :) Útifatnaður barnanna fer eftir veðri og vindum og þarf að meta dag frá degi. Hér er listi sem gott er að fara reglulega yfir

Í kassanum í fatahólfum barnanna þarf að vera:
2 nærbolir
2 nærbuxur
2 sokkar
2 sokkabuxur
2 peysur
2 buxur
1 þykk peysa
1 par af ullarsokkum
2 pör af vettlingum
1 par af pollavettlingum