Í gær, á degi leikskólans kom hann Blær til okkar.
En Blær er táknmynd vináttunnar í Vináttuverkefninu sem leikskólinn tekur þátt í og var kynnt fyrir foreldrum nú í haust.
Hann Lalli kom á slökkviliðsbílnum með hann Blæ til okkar við mikinn fögnuð nemenda. Blær kom færandi hendi með saltstangir sem börnin gæddu sér á í rokinu.
Markmið Vináttu er að:
-samfélagið í leikskólanum einkennist af umburðarlyndi og virðingu.
-skapa umhverfi þar sem börn sýna hvert öðru umhyggju.
-börn læri að bregðast við neikvæðri hegðun og einelti.
-virkja einstaklinga og gefa þeim hugrekki til að setja sjálfum sér mörk og grípa inn í og verja félaga sína.
Allir nemendur fengu lítinn hjálparbangsa sem þau geyma í hólfinu sínu. En Blær og hjálparbangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og vera góður félagi allra.
Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Vináttu verkefnið á heimasíðu Barnaheilla
Bréf til foreldra https://www.barnaheill.is/static/files/Vinatta/bre...
https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta/fyr... - hérna er að finna upplýsingar og efni til að vinna með heima. Einnig eru lögin hans Blæs að finna á Spotify undir Vinátta