Kveikt á jólaljósum og dangsaði í kringum tré

Það er hefð fyrir því að kveikt sé á jólaljósum á jólatrénu fyrir utan skólann, fyrsta mánudag eftir fyrsta í aðventu. Mikill kuldi en virkilega skemmtileg stund þar sem foreldrum var boðið að koma og syngja nokkur jólalög á meðan dansað var í kringum tréð. Eftir söng og dans var boðið upp á heitt kakó og piparkökur, sem kom sér vel, enda allir vel kaldir eftir útveruna.