Orð eru ævintýri

Nemendur spenntir að skoða nýju bækurnar sínar
Nemendur spenntir að skoða nýju bækurnar sínar

Bókin ber nafnið, Orð eru ævintýri , sem er litrík myndaorðabók sem inniheldur yfir 1000 íslensk og algeng orð þar sem myndir leika stórt hlutverk. Efnið er vel til þess fallið að spjalla við nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku um orð daglegs lífs. Efla þar með orðaforða þeirra og virkja ímyndunarafl. Leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum eru aftast í bókinni.

Bókin er gjöf til allra barna á Íslandi fædd árin 2018, 2019 og 2020, auk þess sem allir leikskólar fá afhend eintök af bókinni.

 

Við viljum þakka kærlega fyrir þessa glæsilegu og nytsamlegu gjöf.