Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók sem inniheldur yfir 1000 algeng íslensk orð, þar sem myndir leika stórt hlutverk. Efnið er vel til þess fallið að spjalla um orð daglegs lífs við nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku. Efla orðaforða og virkja ímyndunaraflið.
Þessi gjöf er í boði Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, leikskólanna laugarsól og Blásali, Austurbæjarskóla og námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands.
Þökkum við þeim kærlega fyrir þessa fallegu bók.