Í dag komu fulltrúar Landsbjargar þær, Sylvía Ósk og Ingunn og afhentu nemendum Yls, endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum og einnig endurskinsmerki. Gjöfin er hluti af verkefninu, Allir öruggir heim sem er samvinnuverkefni Slysavarnarfélagsins, Neyðarlínuna og fleiri aðila. Vestin eru vönduð og merkt neyðarnúmerinu 112 og heiti átaksins á baki.
Þökkum við kærlega fyrir þetta framtak og þessi vönduðu vesti. Það er mikilvægt að minna á að það eykur öryggi að vera vel sjáanlegur í umferðinni og víðar.