Útikennsla - Dorgaveiði

Í byrjun mánaðar var tekin ákvörðun um að kenna skyldi nemendum í Lundakletta hvernig veiða á silung að vetrarlagi. Til að veiða er nauðsynlegt að eiga veiðarfæri og útbjuggu nemendur sér til dorg úr greinum og fengu girnim sökkur og öngla frá gjafmildum íbúum. 

Því næst fengu nemendu fræðslu um silung og hvernig best væri að veiða hann. Beitur voru skoðaðar þá meðal annars maðkar og rækjur. 

Föstudaginn 15. mars lögðu nemendur af stað út á vatn og byrjað var að dorga. Ekki fékkst afli á dorgið en fengu þau gefins silunga sem veiddust í neti og fylgdust nemendur spenntir með þegar vitjað var um það. 

Aflinn var flakaður og steiktur og var þetta besti silungur sem þau höfðu smakkað, að þeirra sögn. 

 

Hér má sjá færslu með fréttainnslaginu frá RÚV sem sýnt var í sjónvarpinu í kvöldfréttum á föstudeginum.