Vorhátíð og útskirft

Vorhátíð leikskólans Yls var loksins haldin í blíðskaparveðri. Fresta þurfti henni vegna veðurs, enda var allt á kaf í snjó 4.júní þegar hátíðin átti að vera. 

Á vorhátíðinni var boðið upp á dýrindis veitingar og nemendur leikskólans sungu og dönsuðu ásamt því að elstu nemendur leikskólans, meistarahópur,  útskrifuðust. Að athöfninni lokinni var boðið upp á hoppukastala, hestaferðir við íþróttavöll, andlitsmálningu og tatto sem vakti mikla kátínu hjá nemendum. 

Dagurinn var virkilega vel heppnaður og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. 

Það er óhætt að segja að allir hafi farið glaðir heim í lok dags, bæði nemendur og fullorðnir.

Að lokum viljum við þakka Meisturum fyrir samfylgdina síðustu ár og hlökkum til að fylgjast með þeim stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum.

 

Hér má sjá nokkrar myndir af úitskriftinni.