Nemendur okkar stóðu sig frábærlega í Lífshlaupinu, landsátaki í hreyfingu, sem fram fór í febrúar. Í grunnskólakeppninni náði skólinn glæsilegum árangri og lenti í 5. sæti á landsvísu með heildarfjölda 62.050 hreyfimínútna.
Miðvikudaginn 19. febrúar var haldið nemendaþing um frímínútur í Reykjahlíðarskóla. Allir nemendur sem mættir voru þann dag tóku þátt en nemendum var skipt í 8 hópa, þvert á aldur. Hóparnir höfðu það verkefni að ræða ýmsar spurningar um frímínútur, s…