Ytra mat

Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Sveitarfélög skulu fylgja eftir innra mati og ytra mati þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi. Ráðuneyti eða Menntamálastofnun í umboði þess annast greiningu og miðlun upplýsinga frá sveitarfélögum og með sjálfstæðri gagnaöflun. Ytra mat á starfi Reykjahlíðarskóla fór síðast fram snemma árs 2019.