Frístund

Frístund

Frístundastarf er starfrækt fjóra daga í viku eftir skóla fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

Í frístund er fjölbreytt starf þar sem leikurinn er hafður í fyrirrúmi í öllu starfi. Dæmi um verkefni frístundar eru spil, perlur, lita/teikna, tölvur, lego, útivera og svo eru íþróttaæfingar í umsjá Mývetnings, íþrótta- og ungmennafélags.