Samstarf heimilis og skóla

Í Aðalnámskrá grunnskóla stendur að lýðræðis og mannréttindamenntun byggist á gagnrýninni
hugsun og ígrundun um grunngildi samfélagsins. Slíkt nám gerir ráð fyrir samstarfi út fyrir veggi
skóla engu síður en samstarfi í skólanum. Þannig þarf að gera ráð fyrir virku samstarfi við
heimili barna og ungmenna og við æskulýðs- og íþróttastarf. Gera þarf ráð fyrir virku samstarfi
við grenndarsamfélag innan sveitarfélags eða hverfis en slíkt samstarf er einnig einn af
lykilþáttum sjálfbærni.