Stoðþjónusta

Í Reykjahlíðarskóla nýtum við okkur bæði stoðþjónustu Þingeyjarsveitar og Skólaþjónustu Norðurþings. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband ef þeir hafa spurningar eða vilja nýta sér þessa þjónustu.

Hjördís Ólafsdóttir sálfræðingur vinnur í skólanum á þriðjudögum.

Berglind talmeinafræðingur vinnur einnig í skólanum á þriðjudögum.

Skólasálfræðingar veita sálfræðilega ráðgjöf og stuðning til starfsfólks skólans varðandi einstaka nemendur og hópa sem og ráðgjöf til foreldra og nemenda. Jafnframt geta þeir lagt mat á þroska, líðan eða hegðun nemenda þegar þörf krefur. Talmeinafræðingur veitir kennurum og foreldrum ráðgjöf varðandi tal- og málerfiðleika nemenda.

Grunnskólinn nýtir sér líka sérfræðiþjónustu frá Skólaþjónustu Norðurþings. Markmið þjónustunnar er að veita markvissa og heildtæka þjónustu á þverfaglegum grunni til að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Sérfræðingar skólaþjónustunnar veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu við skólann. Í ráðgjöf og þjónustu felast sálfræðilegar athuganir og ráðgjöf, ráðgjöf vegna sérkennslu, kennslu- og leikskólaráðgjöf, unglinga- og félagsráðgjöf.

Ráðgjöf, hvort sem um er að ræða ráðgjöf vegna einstaklingsmála eða samstarfsverkefni á sviði skólaþróunar, er veitt samkvæmt tilvísunum eða beiðnum. Skólaþjónustan leggur skimanir fyrir nemendur, vinnur úr þeim og leiðbeinir kennurum og foreldrum með það sem betur má fara.