Nemendalýðræði

Lýðræði og mannréttindi er einn af grunnþáttum menntunar skv. aðalnámskrá grunnskóla. Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og virkan þátt í mótun samfélagsins. Forsenda lýðræðis er samábyrgð sem og meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. Uppeldi til lýðræðis felst í því að nemandi sé og verði virkur í samfélagi.