Limbókeppni!

Síðasta miðvikudag var næst síðasta samveran okkar – ótrúlegt að skólaárinu sé að ljúka!

Í tilefni þess var haldin æsispennandi Limbó-keppni þar sem bæði nemendur og kennarar tóku þátt.

Starfsfólkið var í býsna góðu Limbó-formi í þetta skipti og ljóst er að nemendur þurfa að fara að æfa sig ef þeir ætla halda titlinum sín megin. Keppnin var hörkuspennandi en að lokum bar hann Mattías Inza úr 3.bekk sigur úr bítum og var kjörinn Limbó-Kóngur Reykjahlíðarskóla vorið 2023! 

Í haust var einnig haldin keppni og þar bar hún Eldey sigur úr bítum.

Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að endurtaka leikinn næsta haust.

Limbó drottning & kóngur Reykjahlíðarskóla 2022-2023