Í dag fóru nemendur í 1. – 4. bekk í Þingeyjarskóla á leikritið Ævintýri á aðventunni. Það er List fyrir alla sem var með leiksýninguna sem er gleðilegur jólasöngleikur úr smiðju sviðslistahópsins Hnoðra í norðri sem sniðinn er að börnum á aldrinum 6 – 10 ára. Í sýningunni skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt.