Í þessari viku eru við búin að vera með áhugasviðsviku þar sem nemendur unnu skemmtileg og fjölbreytt verkefni eftir eigin áhuga. Allir morgnar byrjuðu með lestrastund áður en farið var í áhugasviðsverkefni og svo fóru allir nemendur í hreyfistund í 1 klst hvern dag þar sem þau gátu valið á milli þriggja stöðva. Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum svona viku í skólanum og var ákveðið að hafa 1. – 3. bekk saman í stýrðum verkefnum. Þau unnu mikið saman í litlum hópum og gerðu til dæmis tveir hópar leikrit og tóku upp. Nemendur í 4. – 10. bekk fengu að velja sér verkefni eftir áhuga og unnu að þeim alla vikuna eftir eigin tímaáætlun, skipulagi og tengdu við lykilhæfni. Meðal verkefna sem voru gerð þessa viku voru bakstur, textíll, hekl, prjón, smíðar, borðspil, matreiðslubók, æfingaprógram, listaverk, spilagaldrar, tölvuleikir og stuttmyndir. Í heildina gekk áhugasviðsvikan mjög vel og nemendur höfðu gaman af. Í dag lauk svo áhugasviðsvikunni með sýningu á verkunum og allir fengu að smakka afrakstur bakstursins. Þá var farið í útifrímínútur og dagurinn endaði á bíó fyrir alla í salnum. Góður endir á góðri viku.