Blakmót fyrir 4. – 6. bekk

Blaksamband Íslands er að kynna blakíþróttina fyrir börnum um allt land og stendur fyrir blakmótum fyrir nemendur í 4. – 6. bekk. Við fórum miðvikudaginn 27. október til Akureyrar á mót í Boganum ásamt 100 öðrum nemendum úr skólum víðs vegar af Norðurlandi eystra. Við vorum með 4 lið sem öll spiluðu 10 leiki. Þau stóðu sig mjög vel, skemmtu sér enn betur og komu öll í sjöunda himni heim. Við fáum svo bolta og net að gjöf frá Blaksambandinu til að æfa með. Frábært framtak sem gaman er að taka þátt í.