Í dag var haldin sameiginleg brunaæfing hjá leik- og grunnskólanum.
Bjarni slökkviliðsstjóri kom og aðstoðaði okkur við æfinguna. Brunabjallan var sett í gang í stutta stund og nemendur og starfsfólk æfðu flóttaleiðir eins og um eld væri að ræða, söfnunarsvæði var í ÍMS. Æfingin gekk vonum framar og nemendur leik- og grunnskólans stóðu sig með prýði.