Venju samkvæmt kennir Anna Breiðfjörð, danskennari, nemendum danssporin fyrir þorrablótið. Hún kom í viku í október og endaði þá kennslan með danssýningu. Nú eru sporin rifjuð upp með tveggja daga upprifjun, í dag og á morgun, 22. og 23. janúar. Allir námshópar fá danskennslu tvisvar yfir daginn og vonumst við til að það nýtist vel til dans á þorrablótinu sem verður 6. febrúar.
Myndir úr danskennslunni verða settar in á PinToMind að henni lokinni.