Ernuland

Í dag kom Erna sem er með Ernuland til okkar og var með fræðslu fyrir alla nemendur skólans. Á yngsta stigi fór hún yfir sjálfsmyndina með þeim, hvernig þau sjá sjálfan sig og hversu mikilvægt það er að velja sjálfan sig. Hún lagði líka mikla áherslu á að það er í góðu lagi að vera alls konar, enginn er eins. Hjá eldri nemendum lagði hún meiri áherslu á jákvæða líkamsímynd og mikilvægi þess að elska sjálfan sig eins og þú ert.