Frábær árangur í Lífshlaupinu

Frábær árangur í Lífshlaupinu

Nemendur okkar stóðu sig frábærlega í Lífshlaupinu, landsátaki í hreyfingu, sem fram fór í febrúar. Í grunnskólakeppninni náði skólinn glæsilegum árangri og lenti í 5. sæti á landsvísu með heildarfjölda 62.050 hreyfimínútna.

Það var einstaklega ánægjulegt að sjá hvað nemendur tóku virkan þátt í verkefninu. Allir lögðu sitt af mörkum til að gera þetta að skemmtilegu og heilsueflandi verkefni. Þessi árangur sýnir glöggt að við getum náð langt þegar við vinnum saman og setjum okkur metnaðarfull markmið.

Við erum stolt af þessum árangri og hlökkum til að gera enn betur að ári!