Á miðvikudaginn 16. maí var haft mikið gaman í nærumhverfi skólans sem við kölluðum Grænfánafjör. Nemendur leystu ýmis verkefni í sameiningu í þar sem við samtvinnuðum hreyfingu og náttúruvernd.
Reykjahlíðarskólinn starfar undir merkjum Grænfánans ásamt því að vera heilsueflandi. Helstu verkefni Grænfánans er að stuðla að umhverfisfræðslu og umhverfisstefnum í skólum. Í stefnu Grænfánans er lögð rík áhersla á lýðheilsu.