Í síðustu viku fékk 3. og 4. bekkur góða heimsókn frá Herði slökkviliðsstjóra. Hann fræddi krakkana um eldvarnir og viðbrögð við eldi. Hann sýndi þeim meðal annars myndband með slökkviálfunum Loga og Glóð en þau eru eldklárir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Hörður afhenti nemendum þrautahefti, buff, endurskinsmerki ásamt fræðsluefni sem gott er fyrir fjölskyldur að skoða saman heima. Nemendurnir voru mjög áhugasamir og við þökkum Herði fyrir mjög góða og fræðandi heimsókn.