Nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í hugleiðsludeginum 9. okt. og höfðum við 7 mínútna hugleiðslu í salnum saman. Hugleiðsludagurinn hefur það markmið að veita börnum tækifæra til að læra meira um hugleiðslu og æfa sig í henni. Hugleiðsla er kærkomin aðferð við að lægja öldur hugans, auka sjálfsmildi, finna hjartamiðun og komast í innri kyrrð.