Í síðustu viku komu félagar úr Kiwanisklúbbnum Herðubreið og færðu nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma. Af því tilefni kom Ingibjörg skólahjúkrunarfræðingur og ræddi við nemendur í 1. og 2. bekk um mikilvægi hjálmanotkunar. Hún sýndi þeim meðal annars hvað kemur fyrir egg sem dettur í gólfið í hjálmi annars vegar og hjálmlaust hins vegar. Hjálmlausa eggið kom frekar illa út úr fallinu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Við þökkum Kiwanisklúbbnum kærlega fyrir heimsóknina og gjöfina