Í dag hefst Lífshlaupið hjá okkur í Reykjahlíðarskóla og stendur yfir dagana 7. - 20. febrúar.
Við erum stolt að segja frá því að við ætlum að taka þátt í verkefninu.
Hreyfing er nauðsynleg bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu, bætir svefn og vellíðan.
Lífshlaupið hófst með skemmtilegum göngutúr þar sem allir nemendur skólans gengu frá grunnskólanum að búðinni og til baka.
Lífshlaupið hefur verið haldið allt frá árinu 2005 og er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland fyrir jafnt unga sem aldna.