Föstudaginn 20. september fóru nemendur í 3. -6. bekk niður í Þingeyjarskóla til að taka þátt í sagnasmiðju með rithöfundunum Sverri Norland og Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Viðburðurinn var á vegum verkefnisins List fyrir alla. Sverrir og Kristín eru bæði reyndir rit- og myndhöfundar og leiddu nemendurna í gegnum helstu þætti sögugerðar. Að erindi þeirra loknu sköpuðu nemendurnir bráðskemmtilega sögu í sameiningu undir handleiðslu leiðbeinendanna. Þetta var virkilega vel heppnað og vakti áhuga margra á skapandi sögugerð. Að lokum hvöttu Sverrir og Kristín nemendurna til að taka þátt í Sögum, verðlaunahátíð barnanna.
Sögur er samstarfsverkefni sjö stofnana sem hefur það að markmiði að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi og sýna þeim að hugmyndir þeirra geti blómstrað. Til 30. nóvember geta börn í 3.-7. bekk sent inn lög og texta, smásögur eða handrit að leikritum eða stuttmyndum. Í byrjun næsta árs verður valið sigurverk í hverjum flokki sem verða unnin áfram og flutt af fagfólki í hveri grein. Við hvetjum öll áhugasöm börn í 3.-7. bekk til að senda inn handrit.