Í vetur hefur Reykjahlíðarskóli tekið þátt í samstarfsverkefni með Náttúruminjasafni Íslands og listakonunni Brynhildi Kristinsdóttur. Verkefnið hefur snúist um hálendið norðan Vatnajökuls en verkefnið er hluti af stærra verkefni á landsvísu sem nefnist Eldur, ís og mjúkur mosi, sem fleiri skólar í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs taka þátt í.
Brynhildur heimsótti skólann einu sinni fyrir áramótin og tvisvar eftir áramótin til að fræða og vinna verkefnið með nemendum. Nemendum var þá skipt upp í hópa og áttu geimfarar og æfingar þeirra á hálendi Ísland hug þeirra allan. Á sýningunni má sjá fjölda geimfara og geimbíla (Mars-rovera) auk málveka af Öskju.
Listaverk nemenda verða til sýnis á gestastofu Gígs út sumarið en þau leggja í smá ferðalag um miðjan apríl og verða á sýningu í sýningarrými Náttúruminjasafnsins á 2. hæð í Perlunni í Reykjavík, þann 23.-28. apríl, í tengslum við Barnamenningarhátíð. Að Barnamenningarhátíð lokinni koma þau svo aftur á gestastofuna og verða til sýnis fyrir gesti og gangandi.