Ólympíuhlaupið

Fimmtudaginn 19. september tóku nemendur grunnskólans, ásamt tveimur elstu árgöngum leikskólans, þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá fjölda þeirra sem hlupu ásamt heildarvegalengd sem hlaupin var. Þrír skólar eru svo dregnir út og fá 150.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir og hlupu samtals 237 km.