Rithöfundur í heimsókn

Hluti nemenda í 5.og 6. bekk að lesa bækur Þorgríms Þráinssonar.
Hluti nemenda í 5.og 6. bekk að lesa bækur Þorgríms Þráinssonar.

Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í Reykjahlíðarskóla í dag. Hann var með fyrirlestur sinn Verum ástfangin af lífinu fyrir unglingadeildina (7. - 10. bekk) og hlustuðu nemendur af mikilli athygli. Um er að ræða hvatningarfyrirlestur þar sem Þorgrímur fjallar um mikilvægi þess að bera ábyrgð á sjálfum sér, vera góð manneskja, setja sér markmið, gera góðverk og margt fleira. Nemendur fengu markmiðasetningarblað til að fylla sjálf út síðar. 

Þorgrímur heimsótti einnig miðstigið (5. og 6. bekk) með kynningu á bókum sínum, lestri og ritstörfum þar sem hann útskýrði hvernig hann hugsaði söguþráð, sögusvið og hvernig halda ætti lesendum við efnið. Unglingadeild fékk einnig að sitja þessa kynningu og náði Þorgrímur athygli allra nemenda sem í lok kynningar þustu á bókasafnið til að ná sér í bækur hans að lesa. Þessi kynnig er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að efla læsi á landsbyggðinni meðal miðstigs. Segja má að kynningin hafi skilað sínu inn í nemendahópinn og bæði hvatt nemendur til lesturs og ritstarfa.