Miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku var haldið skákmót Reykjahlíðarskóla. Teflt er eftir svokölluðu Monrad kerfi en þar er gert ráð fyrir að annars vegar keppi 1.-7. bekkur innbyrðis og 8.-10. bekkur hins vegar. Allir nemendur sem mættu til skóla þessa daga tóku þátt í keppninni og höfðu flestir gaman að. Í dag, miðvikudag, fengu nemendur afhend viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku sína í mótinu.
Úrslit voru sem hér segir:
1. - 7. bekkur
1. sæti - Bjartur - 7. bekk
2. sæti - Jón Dagur - 6. bekk
3. sæti - Davíð Björn - 5. bekk
8. - 10. bekkur
1. sæti - Aron Dagur - 9. bekk
2. sæti - Maríon Edda - 9. bekk
3. sæti - Jóhanna Celina - 10. bekk
Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttöku.